17.5.2007 | 21:22
Eurotrash!?
Þessi "frétt" hefði ekki komið mér á óvart EF í dag væri 1. apríl. En svo er víst ekki...VÁ! Allur ferill Sylvíu Nætur er vissulega með ólíkindum og með hliðsjón af því mikla útrásarhugarfari sem nú ríkir á landinu þarf það svo sem ekki að koma á óvart að svona "hæfileikaríkir" listamenn leiti út fyrir landsteinana að stærri og nútímalegri mörkuðum. Það óvænta er frekar að þetta skuli vera að takast...reyndar mun TV4 í Svíþjóð seint geta talist til heimsfrægðar..en samt merkilegur árangur fyrir svona sjónvarpsefni...fyrst hin málefnalega og hógværa Sylvia Night getur "meika'ða" hver veit, kannski eiga einhverjar þýskar rásir eftir að kaupa nokkrar seríur með Strákunum?!
Silvía Nótt í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.