Ást eftir pöntun?

Ég verð að viðurkenna það að aldrei datt mér í hug að þetta samband myndi endast..eftir allan sirkusinn sem á undan fór!...hvað þá enda með barneignum og hjónabandssælu.

Er ekki við hæfi að gefa hjónakornunum gott lófatak á ameríska vísu og óska þeim til hamingju...það skyldi þó aldrei verða að þetta ævintýri endi eins og þessi gömlu góðu..."eignuðust þau börn og buru og lifðu hamingjusöm til æviloka"?

Þessi dramatíska og sykursæta ástarsaga vekur hins vegar upp vandræðalegar vangaveltur fyrir okkur sveitarómantíkerana sem viljum hafa þetta allt tilviljanakennt og náttúrulegt...er hægt að finna ástina á fyrirfram ákveðinn og þaulskipulagðan hátt?? Getur fólk orðið ástfangið eftir pöntun? Svo virðist vera!


mbl.is Fyrsta Bachelorette barnið fætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband