Frelsishetja sunnanverðrar Afríku

Það fynnast vart merkilegri menn í afrískum stjórnmálum en herra Mugabe. Ferill hans nær aftur til 8. áratugar síðustu aldar þegar mörg ríkustu lönd Afríku voru enn undir járnhæl nýlendustefnu Englendinga og lýðræði var nánast óþekkt fyrirbæri í sunnanverðri Afríku. Eftir að hafa leitt frelsisher Zimbabwe (landið hét þá Rhodesia, hógvært minnismerki um nýlendufrömuðinn Cecil Rhodes) til frekar friðsamlegs sigurs gegn ensku nýlendustjórninni varð Mugabe holdgerfingur hinnar afrísku frelsisbaráttu, og er það enn, 30 árum síðar! Það er ótrúlega athyglisvert að ræða Mugabe við Afríkubúa, einkum Zimbabwebúa, þar sem hann er svo dáður og elskaður þrátt fyrir þann harmleik sem hann hefur staðið fyrir síðustu 10 ár eða svo. Ekki má gleyma því að til að byrja með var Mugabe mjög hófsamur miðað við sína samtíðarmenn og reyndi að finna friðsama lausn á nýlendudeilunni við Englendinga, reyndar náðist sú lausn en Tony Blair ákvað að virða ekki þá samninga sem fráfarandi stjórn hafði gert. Í kjölfarið af því hafa England og Zimbabwe eldað grátt silfur og hafa ensk stjórnvöld ekki hikað við að beita áhrifum sínum til að reyna að koma Mugabe frá. Sú viðleitni hefur haft þau áhrifa að kallinn hefur orðið þrjóskari, harðari og ofsóknarbrjálaðri með hverju árinu og nú er svo komið að Zimbawe er orðið að hálf fasísku lögregluríki þar sem þeir einu sem hafa til hnífs og skeiðar eru herinn og flokksbræður Mugabe. Þrátt fyrir allt þetta er maðurinn enn mjög virtur og jafnvel vinsæll, bæði heima fyrir og í nágrannalöndunum. Meira að segja Mutharika Bingu, forseti Malawi, sem var háttsettur embættismaður innan UN og vel liðin af Vesturlöndum hefur líst því yfir að Mugabe sé eitt af hans helstu átrúnaðargoðum auk þess sem hann gerði sér lítið fyrir og nefndi nýlega nýja hraðbraut "Mugabe highway" við litla hrifningu umheimsins.

Því er það svo að þrátt fyrir að meira að segja heimamenn viðurkenni nú að elliær kallinn sé orðinn ruglaður og beri að mestu leyti ábyrgð á þeim hörmungum sem dynja á Zimbabwe nú, þá er virðingin fyrir honum enn slík að sá eini sem getur haft af honum völdin er maðurinn með ljáinn...það er því bara að vona að uppskerutíminn nálgist á þeim bæ!


mbl.is Stefnt að þjóðnýtingu í Simbabve
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Nei heyrðu mig nú!!!

"til frekar friðsamlegs sigurs gegn ensku nýlendustjórninni"

Þarna ertu með tvær staðreyndar villur svo ég telji ekki fleyri upp. Mugabe var óspar á það að beita ofbeldi. Hann var síðastur af öllum uppreisnar mönnum til þess að setjast að friðarviðræðum og tók ekki þátt í friðarviðræðum á árunum 1978 til 79 um myndum Rhodesíu-Zimbabwe þjóðstjórnarinnar sem allir aðrir deilu aðilar áttu hlut að. Hann spilti sífelt fyrir friði með bæði árásum á aðra uppreisnar menn og  óbreytta borgara. Að skjóta niður farðþegar flugvélar er dæmi um það.

Síðan var aldrei nýlendustjórn í Rhodesíu (suður Rhodesíu). Landið var sjálfstjórnarsvæði undir vernd breta. Norður Rhodesía (Zambia) var undir beinni nýlendu stjórn. Breska Suður Afríku félagið sem var meðal annars í eigum Rhodes stjórnaði landinu til 1923 þegar félagið missti leyfið til að reka nýlenduna og íbúarnir fengu sjálfstjórnarrétt sem var einstakur í sögu breska heimsveldisins. Þeir voru ekki Dominion eins og Suður Afríka, Kanada og Ástralía (dominion voru lönd undir bresku heimsveldinu sem höfðu fulla sjálfstjórn og ráku eigin utanríkisstefnu) heldur stjórnuðu þeir innanríkismálum en létu breta um utanríkismál. 

Árið 1965 lýsti hvíti minnhlutinn yfir sjálfstæði og árið 1970 var lýðveldi stofnað. ég hef mikið skrifað um hann og hérna er ágætis grein.

Það er hinsvegar rétt að Tony Blair rauf Lancaster sáttmálann frá 1980 um að bretar aðstoðuðu svarta íbúa landsins til að kaupa upp jarðir hvítra. Ein af helstu ástæðum þess var að hann vildi ekki vera að fylgja eftir einhverji utanríkistefnu íhaldsmanna sem Thatcher lagði grunninn að.

Fannar frá Rifi, 25.7.2007 kl. 00:39

2 Smámynd: Leifur Ingi Vilmundarson

Ég biðst innilega velvirðingar á því að hafa falsað "staðreyndir" í stórum stíl í þessum pistli mínum...enda er ég nú bara fáfróður bloggari. Ætlunin var ekki að birta fræðilegan texta um sögu Zimbabwe, heldur frekar að reyna að varpa aðeins öðru ljósi á málið...er það ekki eðli bloggsins? Ég hefði reyndar átt að taka þetta sérstaklega fram, ég mun reyna að bæta mig framtíðinni. Ég held við getum báðir verið sammála um það að umfjöllunin um Mugabe utan Afríku er ekki alltaf hlutlaus og málefnaleg, svo ekki sé dýpra í árina tekið.

Hvað "staðreyndir" varðar held ég að vissara sé að fullyrða sem minnst enda gríðarlegur ágreiningur um hvað gerðist og hvað ekki, hver gerði hvað, hvers vegna og hverning og svo framvegis. Ég hef myndað mér mína söguskoðun með hliðsjón af reynslu minni í Afríku ekki síður en það sem ég hef lesið..en ég er alls enginn sérfræðingur, ég tek það fram strax. Ég held hinsvegar að það sé mjög varasamt að halda fram sagnfræðilegum rétttrúnaði í þessum málum, sannleikurinn er einfaldlega of afstæður. Hitt stend ég hins vegar við, að sjálfstæði Zimbabwe var fremur friðsamlegt ferli sé miðað við hvað gekk á til dæmis í Mozambique og S-Afríku....hvort það var Mugabe að þakka, eða þrátt fyrir Mugabe ætla ég ekki að tjá mig um...alltént stóð hann ekki fyrir þjóðarmorði, hann má eiga það. Hvað gerðist síðan seinna, eftir að sjálfstæði var náð er önnur saga.

Varðandi nýlendustjórn, eða öllu heldur ekki nýlendustjórn í Rhodesíu, þá finnst mér ekki endilega skipta lykilmáli nákvæmlega hvaða nafni menn kalla stjórnkerfið sem var við lýði. Það var hugmyndafræði nýlenduhyggjunnar, hugsunarhátturinn sjálfur (sem kristallaðist til dæmis í því að megnið af besta ræktarlandinu og nánast allar bestu námurnar, voru í höndum Englendinga) sem Mugabe barðist gegn, og lái ég honum það alls ekki.

Leifur Ingi Vilmundarson, 25.7.2007 kl. 19:50

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það er alveg rétt að það er erfitt svona stuttu eftir atburðina að geta sett þá saman á hlutlausann hátt. Allir eru litað og þá sérstaklega í þeim málum sem þeir sjálfir lifa í gegnum. 

Hinsvegar get ég ekki alveg fallist á að sjálfstæði Rhodesíu hafi komið tiltöllulega friðsamlega. Það fer samt eftir túlkun. Sjálfstæði var lýst yfir 1965 eins ég sagði áður og eftir 1970 var borgarstríð í landinu milli andstæðra fylkinga. Landið var eins það er í dag undir viðskipta banni.

Hinsvegar fékk landið eftir Lancaster friðarsáttmálan sjálfstæði og var það mjög friðsamlegt og gekk ekki mikið á. Það eru hinsvegar deilur um eftir mála stjórnartöku Mugabes, að hann og fylgismenn hans hafi beitt hernum gegn pólitískum andstæðingum sínum sem börðust með annarri fylkingu við hlið þeirra í borgarastyrjöldinni. hinsvegar er lítið til um heimildir þannig það er í raun mjög erfitt að fullyrða neitt um það.

Ég tel mig ekki vera sérfræðing á sviði afríku fræða en ég ætla mér að verða það að einhverju leiti. Ég núna að undirbúa skrif mín á BA stjórnmálaritgerð um Rhodesíu og ef því verið að  lesa mikið um landið, bæði sögulega og síðan í fréttum.

Af þeim sökum gat ég ekki orða bundist:)

En það er alveg satt að nýlendu hyggjan var mjög sterk í Rhodesíu en einnig nokkuð öðruvísi. Vegna þess að landið á sér 130 ára sögu og þar af heila öld sem nýlenda eða undir stjórn hvíta minnihlutans. Hvítir íbúar landsins voru fyrir 50 árum ekki skilgreindir sem Bretar heldur hvítir afríku búar.

Rhodesia er skilgreind sem nýlenda þar sem Evrópu búar flytja til landsins. Eins og USA (þegar það var nýlenda), Kanada, Suður Afríka, Ástralía og Nýja Sjáland. 

um ágæti eða lesti nýlendu stefnunar er hinsvegar annað mál og mun lengra og flóknara en svo að ég geti útskýrt hana eða borið rök fyrir öðru hvoru.

En samt mjög gott við pistill þinn er að það eru ekki svo margir hér á vesturlöndum sem sýna afríku og þá sérstaklega löndum sunnan sahara einhverja athygli eða áhuga.  Þetta er heimsálfan sem öllum er sama um.

Fannar frá Rifi, 25.7.2007 kl. 20:51

4 Smámynd: Leifur Ingi Vilmundarson

Afskiptaleysi varðandi Afríku sýnir sig best í því að við erum þeir einu sem tjá sig um þetta mál á þessu bloggi ;þ

Saga Rhodesiu er auðvitað stórmerkileg eins og reyndar saga sunnanverðrar Afríku...sem mig grunar að sé frekar misskilin (eða jafnvel bara hunsuð) hér á norðurhveli Jarðar. Verst af öllu að margir mjög hæfir afrískir fræðimenn geta lítið sem ekkert beitt sér utan Afríku. Gott framtak hjá þér að taka Rhodesíu fyrir í BA...treysti á að sjá doktorsritgerð fljótlega!

Leifur Ingi Vilmundarson, 26.7.2007 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband